Update:
Búrið er að klára cycle feril en það hefur gengið frekar hægt, en er að mjakast í rétta átt. Það er massíft magn af brúnþörungi í búrinu og ég er búinn að vera að reyna að minnka hann með því að þurrka hann í burt og með vatnaskiptum, en hann kemur strax aftur, vonandi minnkar hann þegar ég næ þessu himinháa Nitrat magni niður.
Versta er að Juwel Stone Granite bakgrunnurinn er orðinn hrikalega ljótur. Það er kominn haugur af brúnþörungi á hann, sem er svo sem allt í lagi nema þegar ég reyni að þurrka hann af með hendinni þá þurrkast sementhúðin af bakgrunninum líka af þannig að það skín í hvítt undirlagið. Þörungurinn virðist líka einhvernvegin brenna þessa sementhúð af. Þessi fallegi blágrái bakgrunnur hérna fyrir ofan er orðinn hvítskellóttur og hrikalega ljótur.
Bakgrunnurinn var rándýr og ekki fer ég að taka hann úr, nema selja fiskana og byrja upp á nýtt. Það er engin lakkhúð til að verja hann, þannig að sementið bara sópast af ef hann er snertur. Mæli engan vegin með þessu rusli, eini bakgrunnurinn sem er góður frá Juwel er þessi gamli góði svarti, en mig langaði að breyta til og gera eitthvað grand, en það fór í hina áttina og búrið er núna engin prýði með þennan óskapnað sem bakgrunn.
Ég bara vona að það fari að vaxa grænn þörungur á bakgrunnin til að hylja þetta, held það sé skárra. Ég verð víst að lifa við þetta, en ég ríf hann kannski úr seinna ef ég fæ leið á síkliðunum og ætla að breyta til, en þá fara 25.000 kr í vaskinn, en það kostaði þessi bakgrunnur í heild.
En í næstu viku skelli ég nokkrum síkliðum í búrið til viðbótar við þessa 4 Óskara. Red Spotted Gold Severum meðal annars sem er í pöntun hjá Tjörva. Skelli inn myndum þegar þeir eru komnir í hús.
