ég var að fá hreinsidælu fyrir tjörnina mína og var að spá hvort ég gæti ekki útbúið einhverskonar foss í hana úr affallinu úr dælunni, ekki verra ef væri hægt að fela filterinn í leiðinni.
þessi mynd er síðan í fyrrasumar, það er ekki mikið pláss fyrir æfingar svo að ég þarf mjög snyrtilega lausn. endilega skjótið á mig myndum og hugmyndum!
ég er mikið búin að spá í þetta með lok í pallinn og hvar ég gæti komið því best fyrir, ég bjó til kassa á hjörum fyrir rafmagnið á milli tjarnarinnar og grindverksins sem rennur saman við pallinn og sést lítið. ég er mikið að spá hvort ég ætti að reyna að hlaða grjóti eða reyna að búa til eitthvað úr öðrum efnum til að gera fossinn en þar sem það er girðing í kring þá verður einhvern vegin að láta það falla inn með því.