Page 2 of 3
Posted: 01 Oct 2007, 01:13
by Andri Pogo
Hann er um 20cm og hefur þá stækkað um helming á 4 mánuðum: 2,5cm á mánuði.
Mér finnst hann skemmtilegur en hann er alls ekki aktívur og er mest allan daginn liggjandi í felum, ástæðan fyrir að ég næ ekki mörgum myndum af honum.
Hann er þó farinn að synda mun meira núna þegar hann hefur almennilegt pláss, er minna feiminn við mig og duglegri að éta.
Hann hefur þó aldrei náð að verða jafn feitur aftur og hann var á 2.júli myndinni eftir að hann leit á nokkra minni búrfélaga sem hlaðborð meðan ég var í útlöndum
en ég var einmitt að taka myndir áðan þegar hann stoppaði aðeins fyrir framan myndavélina en ég klúðraði fókusnum:
Posted: 11 Oct 2007, 11:30
by Andri Pogo
Rainbow Snakehead (Channa bleheri) sem ég eignaðist þann 9.október 2007
Uppruni: Indland
Stærð: Allt að 20cm
Regnboga channan er litríkasta og ein vinsælasta chönnutegundin.
Til eru 30 chönnu tegundir og þar af flokkast 6 þeirra sem dverg-chönnur, Regnboga channan er ein af þeim.
Chönnur eru árásagjarnar kjötætur en Regnboga channan ætti að geta verið með stærri fiskum.
Sumar tegundir þola kalt vatn og eru chönnur til dæmis með öllu bannaðar í Bandaríkjunum vegna skaða sem þær valda öðrum fiskum sé þeim sleppt. Regnboga channan gæti til dæmis gert sig heimkomna í Florida, Hawaii, og öðrum heitum stöðum Bandaríkjanna.
10.október '07:
9.febrúar '08:
20.febrúar '08, dauð:
Posted: 29 Nov 2007, 15:50
by Andri Pogo
Ég uppfæri þráðinn nokkuð reglulega með nýjum myndum en verst er að hann fer aldrei upp á topp því ég edita fyrri pósta frekar en að gera nýja pósta.
Því ætla ég að leyfa mér að gera eitt;
TTT
Posted: 10 Dec 2007, 13:02
by Andri Pogo
Bláhákarl / Iridescent shark (Pangasius hypothalamus)
Uppruni: Asía
Stærð: Allt að 130cm en yfirleitt eitthvað minni í búrum
Bláhákarlinn er seldur grimmt um allan heim og er mjög vinsæll, enda ódýr, flottur, sísyndandi og hákarlanafnið heillar marga. Oftast er full stærð fisksins sögð verða 20-30cm.
Sjálfur hef ég nokkrum sinnum keypt mér þessa tegund en komst aðeins nýlega að því hvað þeir verða virkilega stórir eftir að hafa lesið mér til um þá.
Hann getur orðið allt að 130cm í náttúrunni.
Bláhákarlinn stækkar samt sem áður ekki jafn hratt og aðrir stórir, hraðvaxta kattfiskar. hann getur t.d. orðið um 50cm á 2 árum en svo hægist töluvert á vextinum.
Bláhákarlinn er hópfiskur og er best að hafa 5 eða fleiri saman þó að stakir fiskar plumma sig að vísu ágætlega.
Verða oftast mjög stressaðir í búrum, líklegast er það vegna of lítillar búrstærðar og synda stöðugt utan í og geta meitt sig illa á því.
Eru líka þekktir fyrir að stökkva upp úr illa lokuðum búrum þegar þeim bregður.
Vinsæll og einn mikilvægasti matfiskur í Asíu og annarstaðar.
Það sama á við um þennan og aðra ferskvatnsfiska sem eru kallaðir hákarlar, þeir eru að sjálfsögðu ekki alvöru hákarlar, heldur líkjast hákörlum að einhverju leyti í útliti.
Myndir af netinu til að sýna mögulega stærð:
Einn frá Tælandi:
Einn feitur í stóru búri:
3.júlí '09, fékk mér einn 29cm albino. Ein af ástæðunum er að mig langar að sjá hvort 720L búrið dugi til að ná honum yfir 30cm markið sem er svo oft vísað til:
Posted: 10 Dec 2007, 19:51
by Vargur
Ég hef engar heimildir fyrir því að þessi fiskur hafi orðið stærri en 30 m í íslenskum fiskabúrum þrátt fyrir að hundruð svona fiska séu seldir árlega á Íslandi, þannig ég held mig við "misskilningin".
Náttúruleg stærð og stærð í fiskabúrum á heimilum helst sjaldnast í hendur.
Posted: 10 Dec 2007, 21:03
by Jaguarinn
þetta eru gg fiskar
Posted: 10 Dec 2007, 23:18
by Andri Pogo
Vargur wrote:Ég hef engar heimildir fyrir því að þessi fiskur hafi orðið stærri en 30 m í íslenskum fiskabúrum þrátt fyrir að hundruð svona fiska séu seldir árlega á Íslandi, þannig ég held mig við "misskilningin".
Náttúruleg stærð og stærð í fiskabúrum á heimilum helst sjaldnast í hendur.
Jájá ég er sjálfur á báðum áttum með þetta og langar því að komast að þessu sjálfur ef ég get. Ég er hvorki að alhæfa né útiloka neitt.
Ég hef ekki fundið neinar öruggar heimildir á netinu hvað er málið með þessa stærðir. En það er öruggt að þeir verða um og yfir meterinn í náttúrunni
og í nógu stórum búrum.
Þessi almenni kaupandi af þessum fisk er líklega með búr sem telja í tugum lítra en ekki hundruðum þannig að ég held að það sé hluti af ástæðunni.
Ég hef ekki heldur séð neina yfir 30cm hérna heima og ekki myndir af mjög mörgum en þeir verða vissulega stærri ef þeir eru í góðum búrum.
Mér finnst þetta mjög áhugavert með þennan fisk því hann hefur verið í boði í tugi ára en samt eru svo litlar upplýsingar til um þetta (umdeilda) mál.
Nú þekki ég ekki mikið ástæður og afleiðingar "stunting" á fiskum, þ.e. þegar þeir hætta að stækka út af of litlu búri.
Ég veit líka að stærð í náttúrunni og stærð í búrum eru ekki sami hluturinn, ég tek líka fram báðar stærðirnar á flestum fiskum í þessum þræði. En yfirleitt er stærðarmunurinn ekki svo mikill, nema með þennan þar sem 30cm er bara 1/3 til 1/4 af fullri stærð.
Svona til samanburðar verður þessi og RTC álíka stórir í náttúrunni eða um og yfir meterinn.
Mér finnst áhugavert að þessi stoppi í 30cm í búrum en RTC ekki.
Ég vil líka endilega heyra frá einhverjum ef einhver hefur átt svona fisk í mörg ár, hvernig þeir eru.
Posted: 10 Dec 2007, 23:25
by Vargur
Það er margt skrýtið í þessu og erfitt að átta sig á hvað veldur því að sumir fiskar vaxa illa í búrum og líklega er þar um að ræða samspil margra þátta, td. fæðu, vatnsgæða, stöðugleika, stress osf.
Svo má ekki gleyma að sumir fiskar verða stærri í búrum en náttúrunni, td. sumar tegundir Malawi sikliða.
Posted: 12 Jan 2008, 23:03
by Andri Pogo
Poll's Bichir (Polypterus palmas polli) sem ég eignaðist þann 12.janúar 2008 (2stk)
Uppruni: Vestur og mið Afríka
Stærð: Allt að 30cm
Flest það sem ég hef skrifað um fyrri Polypterus fiska á einnig við um þessa tegund.
Palmas polli er með minnstu tegundum Polypterus og verður aðeins um 30cm. Hann á að vera nokkuð aktívari en hinar tvær Palmas tegundirnar.
Mikið rugl hefur verið í gangi síðustu ár með flokkun á Palmas, en til eru 3 undirtegundir: Palmas palmas, Palmas polli og Palmas buettikoferi. Algengt er að verslanir og ræktendur selji þá á vitlausu nafni.
ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus
14.janúar '08:
16.janúar '08:
16.janúar, þriðji Polli-inn bættist við safnið, um 20cm eins og hinir tveir.
17.janúar '08, þriðji Polli-inn er kk:
17.janúar '08:
17.febrúar '08, þrír palmas polli til viðbótar bættust við safnið, aðeins stærri en hinir sem fyrir voru eða um 25cm.
18.febrúar '08, þrír nýjustu. Tveir karlar liggja og kerlan fyrir aftan:
mars '08, tveir drápust úr bakteríusýkingu
7.ágúst '08, einn kk seldur og því þrír eftir, 1kk og 2kvk.
13.desember '08, karlinn og stærri kerlan í hrygningardansi:
21.desember '08, einn kk bættist við safnið, um 20cm og mjög mynstur- og litgóður miðað við tegund:
29.desember '08, sá nýi:
10.janúar '08, 26cm kvk:
Posted: 12 Jan 2008, 23:17
by animal
Átti fyrir nokkrum árum P. Ornatipinnis sem varð 38 cm
Posted: 12 Jan 2008, 23:22
by Andri Pogo
animal wrote:Átti fyrir nokkrum árum P. Ornatipinnis sem varð 38 cm
hvað var hann orðinn gamall ?
Posted: 13 Jan 2008, 21:35
by animal
Er ekki alveg viss en ég átti hann í 4-5 ár, komu stórir 2 stykki
Posted: 12 Feb 2008, 22:17
by Andri Pogo
Freshwater Barracuda (Ctenolucius hujeta) sem Inga eignaðist þann 7.febrúar 2008 (2stk)
Uppruni: Suður og mið Ameríka
Stærð: Allt að 70cm en yfirleitt ekki meira en 25cm í búrum.
Hujetur eru ránfiskar sem kjósa lifandi fæði og éta alla þá fiska sem þeir geta komið upp í sig, að öðru leiti eru þær friðsælar og ætti búrfélaga að velja eftir því.
Erfitt getur verið að fá þær til að éta "dauðan" mat.
Hujetur halda sig yfirleitt ofarlega í búrinu og geta verið stressaðar, því ætti að forðast læti og snöggar hreyfingar við og í búrinu. Ef þeim bregður geta þær meitt sig illa á kjaftinum.
Búrið ætti að vera vel lokað, vel gróðursett með hliðum og baki, bjóða uppá skuggsæl svæði, t.d. með flotgróðri og hafa góðan vatnsstraum.
Hujetur eru hópfiskar og best er að hafa a.m.k. tvo saman.
7.febrúar '08:
28.febrúar '08:
-seldir
Posted: 12 Feb 2008, 22:38
by Mozart,Felix og Rocky
Rosalega flottar myndir hjá þér Andri
Posted: 22 Feb 2008, 23:25
by Andri Pogo
Evrópskur áll (Anguilla anguilla) sem ég eignaðist þann 21.febrúar 2008
Uppruni: Evrópa, allt frá Íslandi til Grikklands. Hefur fundist í Afríku.
Stærð: kerlur allt að 150cm en karlar minni.
Evrópski állinn er ferksvatnsfiskur en færir sig þó út í sjó til að hrygna.
Hann er eini evrópski fiskurinn sem gerir þetta.
Állinn hrygnir á vorin í Atlantshafinu og ganga afkvæmin í gegnum nokkur breytingarstig.
Hrognin verða að lirfum og lirfurnar berast með Golfstraumnum til Evrópu, það ferðalag tekur um eitt ár.
Lirfunar breytast svo í glerála þegar þær nálgast strendur, glerálar eru um 6-8cm langir.
Glerálarnir ganga í ferskvatn, breyta um lit og kallast þá álaseiði.
Ungfiskarnir kallast svo gulálar þar til þeir ná fullorðins stærð, um 35-100cm, og færa sig út í haf til að hrygna. Þá stækka augun, bakið dökknar, kviður verður silfurlitur og slímhúð minnkar.
Eftir þessar breytingar kallast állinn bjartáll.
Állinn er frá 7-50 ár í fersku vatni áður en hann færir sig aftur til sjávar.
Eftir hrygningu úti í hafi deyr állinn og lirfuferli afkvæma hans hefst.
Lífsferli álsins
Undanfarna áratugi hefur stofn evrópska álsins hrunið um allt að 98% og ef þeirri þróun verður ekki snúið við á hann stutt eftir.Ástæður hrunsins eru ókunnar en er talið að ofveiði, veikindi, mengun, vatnsaflsvirkjanir og breytingar á Golfstrauminum eigi þátt í því.
Állinn étur fiska og önnur smákvikindi. Best finnst honum að grafa sig niður og
Állinn er mikilvægur matfiskur og er nauðsynlegur farborði yfir 25000 fiskveiðimanna.
Álarnir vaxa um 5-6cm á ári og er kjörhiti þeirra 22-23°.
Karlar eru yfirleitt á bilinu 35-50cm og 60-200g en kerlur eru á bilinu 45-100cm og 100-2000gr.
Talið er að meðalaldur villtra ála sé um 30 ár en um 60 ár í fiskabúrum.
Elsti áll sem vitað eru um varð 84 ára gamall.
Ég hef ekki fundið miklar upplýsingar um álinn sem búrfisk og læt ég þetta duga í bili.
21.febrúar '08:
15.mars '08:
28.mars '08
-slapp og drapst
Posted: 23 Feb 2008, 13:01
by Andri Pogo
African Snakehead (Parachanna Obscura) sem ég eignaðist þann 21.febrúar 2008 (3 stk)
Uppruni: Mið-Afríka
Stærð: 50cm+ en yfirleitt ekki meira en 35cm í búrum.
Chönnuættin skiptist í tvær ættkvíslar, Parachanna og Channa.
Parachanna eru frá Afríku en Channa frá Asíu.
Parachanna Obscura er ein af fjórum chönnutegundum Afríku.
Kjörhitastig Afríkuchannanna er 25-28°.
Eins og með aðrar chönnutegundir er Obscura grimm kjötæta sem kýs lifandi fæði.
Chönnur geta komið upp og andað að sér andrúmslofti og getur lifað úr vatni í þónokkurntíma ef nægur raki er fyrir hendi.
Ekki ætti að hafa fiska minni en 2/3 stærðar hennar í sama búri.
Skapgerð tegundarinnar er hins vegar mismunandi eftir fiskum, þar sem sumar Obscura geta verið með stærri fiskum en sumar drepa allt sem þær komast í, minni sem og stærri fiska.
Obscuran kýs rólegt og vel gróðursett búr með nægum felustöðum.
26.febrúar '08:
28.febrúar '08:
28.febrúar '08:
16.mars '08:
-seldar
Posted: 23 Feb 2008, 19:49
by Vargur
Það mættu fleiri gera svona eins og Andri og koma með svona fínan fróðleik um fiskana sína.
Posted: 23 Feb 2008, 20:07
by Brynja
Mér finnst þetta svo æðislega gaman að lesa að ég er byrjuð á þessu..
Búin að skrifa aðeins um Red Terrorana mína.
Posted: 11 Mar 2008, 23:59
by Andri Pogo
Ekki fiskur en mikið monster engu að síður og fær þessi því að vera með
Three-toed Amphiuma (Amphiuma tridactylum) sem ég eignaðist þann 2.febrúar 2008
Uppruni: Norður-Ameríka
Stærð: 100cm+
Amphiuma salamöndrurnar skiptast í þrjár tegundir, sem flokkast eftir fjölda "táa" á löppum þeirra.
Eins táa, tveggja táa og þriggja táa. Að öðru leiti eru þær svipaðar en þessi sem um ræðir er þriggja táa.
Lappirnar eru í margfalt minni skala en búkurinn sjálfur og virðast ónothæfar, þær synda og hreyfa sig að snákastíl.
Amphiuma salamandran er vatnadýr og þarf ekki að komast upp á land.
Hún getur þó lifað í einhvern tíma upp úr vatni ef raki er fyrir hendi, hún ferðast stundum milli staða á landi í miklu rigningaveðri.
Fullorðin salamandran notast við lungu en er ekki með utanáliggjandi tálkn og þarf því stinga hausnum upp úr vatninu til að sækja sér loft.
Amphiuman er næturdýr og grefur hún sig niður í jarðveginn yfir daginn og stingur gjarnan bara hausnum upp úr holunni.
Amphuiman er ofarlega í fæðukeðjunni í heimkynnum sínum og étur orma, humra, fiska, skordýr, snáka, minni salamöndrur og fleira.
Hún þarf að passa sig á stórumsnákum og krókódílum en er þó dugleg að verja sig frá rándýrum og mönnum með kraftmiklu biti.
Amphiuman er ekki algengt gæludýr og eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga.
Búrið þarf að vera mjög vel lokað með þungu loki.
Búrfélagar munu flestir hverfa á endanum, hún gæti þó mögulega verið með hraðsyndum fiskum til lengri tíma.
Sýna skal mikla varkárni þegar þær eru meðhöndlaðar eða við vinni í búrinu, þó þær sjái illa eru þær snöggar að leggja til atlögu ef þær skynja hættu eða bráð.
4.febrúar '08:
4.febrúar '08:
4.febrúar '08:
28.febrúar '08:
13.júlí '08, gefin Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
nokkur video af salamöndrunni:
Posted: 12 Mar 2008, 00:06
by Vargur
Það var nú ljóta ruglið hjá mér að gefa þér þennan Mfk límmiða, maður sleppur ekki við að hafa hann fyrir augunum.
Posted: 12 Mar 2008, 09:59
by Andri Pogo
haha já þakka þér enn og aftur fyrir
Posted: 12 Mar 2008, 10:30
by Gabriel
Vá.... ég er mikið búinn að pæla í að fá mér einhvern íslenskan ferskvatnsfisk og þegar ég sá tegundirnar sem stóðu til boða leist mér best á ál, en hann finnst víst mest fyrir vestan og sunnan, hvar fékkstu þinn?
Veistu kynið á honum?
Er mikið að spá í að fá mér einn eða tvo...eða fimm
Posted: 12 Mar 2008, 11:08
by Andri Pogo
Állinn er fínn, þarf ekki kaldvatnsbúnað.
Ég veit ekki kynið og fékk hann bara út í búð, kannski Guðmundur viti nánar hvaðan hann kom.
Posted: 12 Mar 2008, 11:48
by Andri Pogo
West African Lungfish (Protopterus annectens annectens) sem ég eignaðist þann 5.mars
Uppruni: Vestur-Afríka
Stærð: Allt að 100cm
Lungnafiskar finnast í S-Ameríku, Afríku og Ástralíu og eftirlifandi eru sex tegundir sem skiptast í tvær ættir, Lepidosirenidae (S-ameríski og Afríski) og Ceratodidae (ástralski).
Afríski lungnafiskurinn skiptist í fjórar tegundir og er annectens annectens sú algengasta.
Hægt er að rekja sögu lungafiska um 100 milljón ár aftur í tímann og er talið að þeir séu forfeður salamandra og fleiri landdýra þó einhverjir týndir hlekkir séu til að hægt sé að staðfesta það.
Lugnafiskar hafa, eins og nafnið gefur til kynna, lungu. Þeir eru einnig með utanáliggjandi tálkn til að vinna súrefni úr vatni.
Lungun gera þeim kleift að anda að sér súrefni og geta þeir því lifað við slæm vatnaskilyrði og upp úr vatni.
Lungnafiskar hafa álíka eyrugga og kviðugga sem eru kraftmiklir miðað við stærð og nota þeir uggana til að ganga á landi.
Afríski lungnafiskurinn (og sá s-ameríski) leggst í dvala meðan á þurrktímabili stendur.
Hann grefur sig í holu, stingur höfðinu upp, slímhúðin breytist í verndarhylki og líkamsstarfsemi hægist niður í tæplega 2%. Þannig getur hann lifað án vatns og matar í yfir 2 ár.
Ekkert sérstakt þarf að vera til staðar í fiskabúrum fyrir lungafiska, óhætt er að hafa það án undirlags og skrauts.
Lungnafiskar eru árásagjarnar kjötætur og drepa flesta/alla búrfélaga sína, óháð stærðum og gerðum, sá afríski er sérstaklega árásagjarn svo best er að hafa þá í sér búrum.
5.mars '08, 41cm:
5.mars '08:
27.apríl '08:
6.júní '08, seldur.
Posted: 12 Mar 2008, 12:18
by Brynja
Þetta eru alveg stór skemmtileg kvikindi sem þú ert með Andri.. Gaman væri að sjá þetta live einhvern tíman.
Posted: 12 Mar 2008, 15:24
by Vargur
Andri Pogo wrote:Állinn er fínn, þarf ekki kaldvatnsbúnað.
Ég veit ekki kynið og fékk hann bara út í búð, kannski Guðmundur viti nánar hvaðan hann kom.
Það römbuðu oft einhverjir gaurar með ála inn í búðina og létu okkur hafa. Það er ekki stórmál að veiða þessi kvikindi í lækjarsprænum hér og þar. Ég heyrði af einum sem sökkti bara tappalausum gosflöskum, álarnir sækja víst inn í þær.
Þetta er mögnuð kvikindi sem virðast hafa það fínt í venjulegum heimabúrum.
Posted: 12 Mar 2008, 18:03
by Gabriel
Snilld. ég verð að prufa að veiða þá einhverntímann
Posted: 12 Mar 2008, 22:35
by Andri Pogo
já það væri gaman að prófa að veiða ála, það er einn góður álastaður á Álftanesi.
Brynja wrote:Þetta eru alveg stór skemmtileg kvikindi sem þú ert með Andri.. Gaman væri að sjá þetta live einhvern tíman.
Fólk er velkomið í heimsókn að skoða, það er minnsta mál, bara hringja á undan sér
Posted: 12 Mar 2008, 22:41
by Brynja
Andri Pogo wrote:Fólk er velkomið í heimsókn að skoða, það er minnsta mál, bara hringja á undan sér
Takk fyrir það Andri..
Gaman væri að kíkja á ykkur skötuhjú eitthvert kvöldið...
Posted: 12 Mar 2008, 23:00
by Jakob
Salamandran er nett töff svona life
Þetta er allt svo gott og blessað hjá ykkur tveimur