Page 2 of 2

Posted: 08 Apr 2008, 14:48
by Squinchy
Kelvin er mælieining Color temperature sem segir til hvernig litur er á ljósinu

Peran kostar 2970.kr

þetta er tegundin http://sylvania.aquanet.de/English/Aqua.htm

Posted: 09 Apr 2008, 21:36
by Gabriel
Jæja :D sá nýja tegund í búrinu rétt áðan
kom auga á 3-4 bristle worms en náði engum góðum myndum, enda allt slökkt og ég hrikalegur að taka myndir :?
En hér er sú skársta, sést á miðri myndinni að stinga hausnum út úr steininum.
Image

Þetta eru mögnuð kvikyndi og eiga víst að vera fín viðbót við dýralífið í búrinu, sjá um að róta til botnlaginu og éta afganga sem að falla til.
Stærri eintök geta þó átt til að narta í litla kórala en ef að það verður eitthvað issue þá hendi ég þeim :)

Hérna er betri mynd svo að þið fattið hvernig þetta lítur út :oops:
Image

Og svo mynd af því hvað skeður ef að maður reynir að handfjatla þessi kvikyndi
Image
Þeir stinga semsagt, og eru með common name: Fire Worms, og ekki útaf litnum, heldur út af tilfinningunni þegar að eitrið í göddunum kemst inní þig, það er svipuð tilfinning og að brenna.

ps. þar sem að foreldrar mínir eru staddir fyrir sunnan sendi ég þá að kaupa handa mér þessa peru sem að Squinchy benti mér á, þau koma hérna við á Sunnudagin og þá fæ ég hana í hendurnar :)

Posted: 12 Apr 2008, 18:35
by Gabriel
Jæja, er búinn að koma auga á eitthvað sem að ég tel að sé brittle star, sé 2-3 hvíta anga með svörtum röndum uppúr einum live rockinum
Image
Svo var ég inná Ak í gær og keypti einn blue legged hermit crab og einn red legged hermit crab til að fá smá lit í búrið og hjálpa til með að halda þörungnum í skefjum, þó svo að tveir litlir krabbar segi ekki mikið til um það :) En hér er (léleg) mynd af rauða krabbanum
Image

Svo fæ ég nýju peruna í hendurnar á morgun. Ég ætlaði að deyja úr hlátri þegar að móðir mín hringdi í mig og lýsti þessari verslunarferð :lol: Það má segja að fólkið þarna þekki þarfir viðskiptavinanna :rofl:
En þetta er magnað :) ég er byrjaður á að græja 54L búrið mitt líka og mun setja í það eitthvað skemmtilegt eins og stóra íslenska krabba, ígulker og kræklinga eða eitthvað álíka. Prufa eitthvað nýtt :)
Ég er alveg orðinn sjúkur í saltið :P

Posted: 12 Apr 2008, 18:42
by Sirius Black
Trúi því að þú sért sjúkur í saltið svona eftir að hafa prófað það, örugglega gaman að sjá allar þessar lífverur sem að eru í þessum búrum vaxa og dafnar, einhvernveginn svo öðruvísi að hafa svona mikið lifandi eins og kórallar og svoleiðis. Hjá mér eru það bara plöntur og fiskar :P en ég er einmitt þannig að ég er svo ánægð að vera með lifandi plöntur, svo gaman að sjá þær stækka :P eins og ég miklaði þetta fyrir mér að fá mér svona lifandi.

En svona sjávarbúr hljóma svo spennandi og ekki skemmir að þá er hægt að fá sér Nemó :D :P Eins og fólk spyr alltaf sem að veit lítið um fiskabúr og fiska, svona afhverju maður fái sér ekki eitt stykki Nemó :P (í ferskvatn :P)

Posted: 12 Apr 2008, 20:22
by Squinchy
Er einmitt með einn svona Bristle worm, myndi lesa þig til um hvað þarf að gera ef þú verður einhverntímann stunginn af þeim, það er víst virkilega svæsið að vera stunginn af þeim og mjög misjöfn viðbrögð fólks við stungum allt frá miklum sviða og upp í mjög mikla bólgu og stingandi sársauka :P

Hlakka til að sjá muninn þegar nýa peran er kominn í, endilega gera Before After myndir :D

Posted: 13 Apr 2008, 00:53
by Gabriel
Er einmitt með einn svona Bristle worm, myndi lesa þig til um hvað þarf að gera ef þú verður einhverntímann stunginn af þeim, það er víst virkilega svæsið að vera stunginn af þeim og mjög misjöfn viðbrögð fólks við stungum allt frá miklum sviða og upp í mjög mikla bólgu og stingandi sársauka

Hlakka til að sjá muninn þegar nýa peran er kominn í, endilega gera Before After myndir
Ég las að það ætti að stinga svæðinu sem að hefur verið stungið í alcohol og þá leysast broddarnir upp. Já, ég mun taka before/after myndir af búrinu á morgun :D

Posted: 13 Apr 2008, 03:57
by Squinchy
Upphitað Edik á að virka betur, alveg ótrúlegt hvað edik er ætandi efni :), tekur kalk söfnun af eldgömlu fiskabúri á smástund :D

Posted: 13 Apr 2008, 11:29
by Gabriel
Upphitað Edik á að virka betur, alveg ótrúlegt hvað edik er ætandi efni , tekur kalk söfnun af eldgömlu fiskabúri á smástund
Okei, er edik = vinegar? :-) Ég var búinn að heyra alcohol og vinegar, en hafði ekki hugmynd um hvað vinegar væri :P Gott að hafa það á hreinu :D

En hér eru myndir af nýju kröbbunum :)

Image

Image

Image

Posted: 13 Apr 2008, 12:45
by keli
jebb, edik er vinegar :)

Posted: 13 Apr 2008, 12:51
by Gabriel
Ég fann þetta um guppy á wikipedia
The guppy prefers a hard water aquarium and can withstand levels of salinity up to 150% that of normal sea water.[7], which has led to them being occasionally included in marine tropical community tanks, as well as in freshwater tropical tanks
Spurning um að prufa að hafa guppy í búrinu til að byrja með :) Og sjá hvort að þeir endi sem fæða

Posted: 13 Apr 2008, 12:56
by keli
Ég myndi frekar setja molly í - gúbbar sem maður fær útí búð eru ansi ólíklegir til að þola þetta.

molly hinsvegar eru góðir í saltinu.

Posted: 13 Apr 2008, 13:31
by Squinchy
Já alveg sammála því, molly eru auðveldir í saltinu og fjölga sér meira að segja :P

Töff krabbar, þarf að fá mér svona í búrið mitt :)

Posted: 13 Apr 2008, 13:56
by Gabriel
Já alveg sammála því, molly eru auðveldir í saltinu og fjölga sér meira að segja

Töff krabbar, þarf að fá mér svona í búrið mitt
Ég ætla samt að prufa guppy þar sem að ég hef ekki molly :P
Já, ég fæ tólf stykki í viðbót af bláu kröbbunum.

En ég er víst búinn að setja sjó í 54L búrið mitt líka :oops: Og vantar hugmyndir um hvað ég á að hafa þar. Byrja örugglega á kröbbum úr fjörunni og einhverju svoleiðis en er mikið að pæla í einhverjum svona litlum puffer eða einhverju álíka :)

Posted: 04 Sep 2008, 15:13
by Gabriel
Jæja, það er orðið dónalega langt frá því að ég hef skrifað inná síðuna og ég ætla að uppfæra þráðinn. :oops:
Það gengur vel með sjávarbúrið og engin afföll en fleiri íbúar bæst við :)
Image
Feather dusterinn :D

Image
Tiger Cowrie, snigill á stærð við kiwi

Image


Yellow sailfin tang, nýjasti íbúinn :D

Image
Sæfífillinn :wub: , pink tip anemone

Image
Er með tvo svona, og þeir eru búnir að grafa göng undir allt live rockið í búrinu :) kallast held ég Convict blenny

Image
Og auðvitað er ég með nemo fiska :P

Image
Og cleaner shrimp :D Alltaf á fullu að hreinsa búrið.
Á bak við hana sést aðeins í sveppakóralana sem að ég er með.

Image
Svo ein léleg heildarmynd af búrinu

Hér er mynd af einum live rock hitchhiker :) hann sést bara á nóttunni þegar að öll ljós hafa verið slökkt en á daginn felur hann sig inn á milli live rocksins, í sprungum og hellum

Image

Leitaði mér upplýsinga um hann á netinu og komst að því að hann heitir Stomatella Snail, margir eru með mörg hundruð stykki í búrunum sínum án þess að vita af því :D

Posted: 04 Sep 2008, 15:22
by jeg
Virkilega flott hjá þér.

Posted: 04 Sep 2008, 15:24
by Jakob
Virkilega flottir Blenny :-)

Posted: 04 Sep 2008, 16:56
by Squinchy
Mjög flott :), mæli með því að útbúa þér Canopy ofan á búrið og fá þér Actinic lýsingu í búrið því þá færðu sko mega bleikan lit í anemone :D

Var að setja svona Actinic lýsingu í mitt og kórallarnir eru sjúklega flottir, glóa alveg í þessu ljósi

Ertu að nota ISL sjó eða krana vatn og salt blandað saman ?

Posted: 04 Sep 2008, 17:29
by Gabriel
Takk fyrir :D ég er að nota íslenskan sjó og allt þrífst vel í honum :)
Hvernig er þessi anctic lýsing? Fæst hún í gæludýraverslunum og eru það flúrperur?

Posted: 04 Sep 2008, 19:20
by Squinchy
Smá leiðrétting þetta er víst skrifað Actinic :P

Okei flott ég er líka sjálfur en þá að nota ISL sjóinn og gengur vel :)

en þessi Actinic lýsing er bláa birtan sem er í SW búrunum
Getur séð það í Nano þræðinum mínum
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=49438#49438

Posted: 04 Sep 2008, 19:26
by ulli
var með billjón og einn svona snigil svo lika svona snigla sem eru eins og hattur í laginnu.og trilljón krossfiska.langar aftur í saltið...bara svo mikið vesen að vera með svona stórt sjávar búr og nota isl sjó.250ltra vatnskyfti á viku/mánuði....:C

Posted: 04 Sep 2008, 19:28
by Squinchy
En bara að fá sér Nano ? :)

Posted: 04 Sep 2008, 19:37
by ulli
er með 2 820lt búr í 70fm íbúð :s.orðið frekar plássfrekt.
enda ef ég fer í saltið þá kemur ekkert annað tilgreina en grouperar.skémtilegir sóðar :D

Posted: 05 Sep 2008, 12:31
by Gabriel
En hvar nálgast maður svona LED perur? Næstu ljósgjafabúð? Þetta eru ekkert smá flottar myndir af búrinu þínu með þessu blá ljósi á :D Ég las það á wikipedia að svona actinic ljós ýtir undir vöxt kórala og hryggleysingja :D Svo það lofar góðu að setja svona upp. Annars langar mig að stækka þetta búr, fá mér eitthvað í kringum 200-300 lítra. Er hræddur um að þetta sé of lítið búr fyrir sæfífilinn. Og það er vitað mál að Sailfin tanginn minn mun stækka of mikið fyrir þetta búr, verður um 20 cm stór, og blennarnir verða reyndar að mig minnir í kringum 35cm.
En akkúrat núna er hvorki pláss né fjármagn fyrir fleiri búr þar sem að ég er bara með eitt herbergi :P

Posted: 06 Sep 2008, 13:01
by Gabriel
Var að taka saman hversu miklir peningar eru búnir að fara í sjávarbúrið, dælur, lífverur og allt liverockið. Þetta eru rétt rúmar 70.000 krónur. Frekar mikið en þegar að maður gerir þetta svona hægt eins og ég er búinn að vera að gera þá finnur maður ekkert fyrir þessu :D Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta er búið að vera dýrt.
vegur líka upp á móti að kærastan mín er búin að borga h*lv*t*s helling af þessu öllu saman :oops: :P

Posted: 28 Mar 2009, 13:54
by SadboY
Orðinn gamall þráður en ég varð að koma með þetta comment!
kærastan mín er búin að borga h*lv*t*s helling af þessu öllu saman
Ég verð að fá mér eina svoleiðis :P :lol:

Posted: 28 Mar 2009, 15:20
by ibbman
70 þúsund krónur er ótrúlega vel sloppið miðavið hvað allt kostar í dag allavegana... ég er með saltbúr og það er búið að kosta mig meira :S samt enginn kórall í því.. en það eru komnir 5 fiskar í það + 1 krabbi

Posted: 28 Mar 2009, 16:23
by Squinchy
Glæsilegt, endilega taka myndir af því og búa til þráð um það, alltaf skemmtilegt að fá að sjá þróunina á nýjum búrum :)

Posted: 29 Mar 2009, 05:11
by ibbman
Squinchy wrote:Glæsilegt, endilega taka myndir af því og búa til þráð um það, alltaf skemmtilegt að fá að sjá þróunina á nýjum búrum :)
Skal reyna að taka myndir í vikunni og henda inn ;)