Spotted Gar (Lepisosteus oculatus) sem ég eignaðist þann 19.ágúst 2008
Uppruni: Norður Ameríka
Stærð: Allt að 110cm í náttúrunni en 50-70cm er algeng hámarkstærð í búrum.
Gar eru fiskar af Lepisosteidae ætt og eru einungis sjö tegundir gar fiska í náttúrunni.
Lepisosteidae ættin skiptist í tvær ættkvíslar, Lepisosteus og Atractosteus.
Spotted gar flokkast undir Lepisosteus.
Önnur tegund, Florida gar (Lepisosteus platyrhincus) er nánast alveg eins að öllu leiti og er erfitt að þekkja þá í sundur með fullri vissu ef ekki er vitað hvar þeir voru veiddir en gar fiskarnir finnast eingöngu í mið- og norður Ameríku.
Mitt eintak var flutt inn sem Spotted gar en hann gæti allt eins verið Florida gar.
Því er iðulega talað um þessa fiska undir nafninu Florida/Spotted, þ.e. að fiskurinn gæti verið annað hvort.
Nóg um það í bili.
Gar nafnið kemur frá fornensku en það þýðir spjót.
Gar hafa einnig fengið gott íslenskt nafn, bryngedda.
Þeir eru, eins og nafnið gefur til kynna, vel brynvarðir og hafa sambærilegt hreistur og Polypterusar.
Gar geta einnig, líkt og Polypterusar, andað að sér súrefni.
Þeir eru meðal þeirra fiska sem kallast frumstæðir, þeir hafa verið til nær óbreyttir í tugi milljónir ára og geta lifað við hinar ýmsu aðstæður.
Í búrum skal passa að bregða þeim ekki, við það geta þeir tekið á sprett, hryggbrotnað og/eða drepist við að lenda á gleri fiskabúrsins.
Passa skal að hafa búrfélaga ekki of litla því hann étur allt sem uppí hann kemst og ekki of æsta búrfélaga, af fyrrgreindri ástæðu; þeim gæti brugðið við lætin og meitt sig illa.
Minnka má líkurnar á að gar skjótist í hliðar búrsins með því að raða plöntum meðfram hliðunum en þá sér hann skýrar hvar sundsvæði hans endar.
Einnig skal loka búrinu mjög vel en þeir eru þekktir fyrir að stökkva upp um lok og aðrar opnanir á búrum.
19.september '08, 15cm:
-seldur