Page 3 of 7
Posted: 18 Feb 2009, 14:30
by keli
hvað ertu svo með til þess að stjórna dælunni? Bara flotrofa tengdan beint við dæluna?
Posted: 18 Feb 2009, 15:13
by Squinchy
Eins og þetta er núna þá er ekkert sem stjórnar dælunni nema þegar ég sting henni í samband, hef ekki haft tíma til að koma flotrofa kerfinu upp en ég er að vinna í því núna svo það verður vonandi komið í gang í kvöld
Mun tengja þetta svona
Mun þó líklega bæta inn 2 flotrofum í viðbót, einn sem passar að slökkva á kerfinu ef of mikið vatn er komið í búrið og annar sem verður í tunnunni sem lætur mig vita þegar vatnið er búið
Posted: 18 Feb 2009, 17:05
by keli
Duga ekki 2 flotrofar? Einn sem segir til um að það búrið upp sé fullt, og einn sem segir að fatan sé tóm...
Posted: 18 Feb 2009, 17:23
by Squinchy
Jú það væri svosem hægt að gera það þannig en þetta er bara bráðabyrgða uppsetning hjá mér fram yfir helgina
Planið er að tengja þetta svona til frambúðar
Flotrofi 1 setur kerfið í gang og K1 (11/14) heldur því í gangi og K1(24/21) Setur dæluna í gang
Þegar vatnið nær upp að flotrofa 2 tekur hann strauminn af
En þegar flotrofi fötu er opinn þegar vatnið er búið kemst ekkert í gang
Eina sem mig vantar til að klára þetta er PVC rör sem ég get búið til plötu úr til að mynda svona festingu fyrir rofana
Hérna er búnaðurinn kominn upp og í gang
Posted: 26 Feb 2009, 23:20
by Squinchy
Toadstool fröggin lifa öll góðu lífi og eru byrjuð að mynda flottan og góðan "fót"
Gamli fóturinn er byrjaður að mynda haus þannig að 6 Toadstool eru í búrinu núna
Anemonean virðist hress og er komin bak við grjót hleðsluna
Candy cane kórallinn fjölgar sér eins og hann sé á bankastjóra launum
Posted: 28 Feb 2009, 20:40
by ulli
Bítta Toadstol á móti Pink Bush?.
Posted: 02 Mar 2009, 16:11
by Squinchy
Posted: 02 Mar 2009, 16:40
by svavarm
Vá, nice búr. Mjög hrifinn af lýsingunni hjá þér, ertu að nota T5?
Þetta er kannski bjánaleg spurning en ég hef oft verið að pæla í því hversvegna stúturinn efst til vinstri er í flestum sjávarbúrum, er þetta straumdæla?
Posted: 02 Mar 2009, 16:51
by Squinchy
Takk
, lýsingin er 1* 150W 20K HQI lampi og 2* 36W Actinic T5PC perur svo ein LED sem sér um næturlýsinguna (640Nm)
Já þetta er straumdæla
Posted: 02 Mar 2009, 16:57
by svavarm
MH lampi þá? Hvar fær maður svoleiðis á íslandi??
Posted: 02 Mar 2009, 18:23
by Squinchy
Já þetta er MH, Færð Electronic ballast á fínasta verðinu í bænum hjá Rafkaup Ármúla 24, þeir hafa líka lampa hýsingu sem ég er mjög ánægður með
Svo pantaru peruna bara af ebay eða kaupir hana hérlendir fyrir milljón og 10 tær
Nokkrar myndir sem ég tók áðan
Red People Eaters fragg
Green Button Polyp
Toadstool "Fóturinn" farinn að vaxa
Red Scallop
Red People Eaters Mother colony
Candy Cane fragg
Furry Green Mushroom
Briareum farinn að opna sig meir
Posted: 02 Mar 2009, 19:27
by Jakob
...
Posted: 02 Mar 2009, 19:36
by Squinchy
Takk
, á ekki að opna sig meira
Posted: 02 Mar 2009, 21:03
by Agnes Helga
Mjög fallegt búr hjá þér
Posted: 03 Mar 2009, 11:33
by Squinchy
Takk fyrir
Posted: 21 Mar 2009, 23:29
by Squinchy
Jæja þá er búrið orðið 4 mánaða gamalt og braggast vel
, Anemone er ennþá að fara í taugarnar á mér
, er búin að troða sér aftur yfir RPE Zoa
Furry Green Mushroom er að fara í fröggun bráðlega, er búinn að vera lesa mig til um þetta og stúdera
Nokkrar myndir af búrinu
Yfirfallið er að gera sitt með að halda yfirborðinu hreinu, það er einhver Mosi eða eitthvað álíka komið á koralia dæluna, fer vonandi á klór bað á næstu dögum
Posted: 21 Mar 2009, 23:31
by ulli
flottur mosi..leifa honum bara að vera
er smá af þessu hjá mér.
Posted: 21 Mar 2009, 23:34
by Squinchy
Finnst hann vera hefta flæðið á dælunni, er svolítið hræddur við að missa stjórn á þessum mosa, hann vex allt of hratt
Posted: 21 Mar 2009, 23:34
by drepa
vá hvað mig klæjar í puttunana að byrja cycla búrið mitt þegar allt er til.
ógóflott
hvaða fiska ertu núna með í því?
Posted: 21 Mar 2009, 23:35
by keli
Flott búr og coralline greinilega að springa út hjá þér. Yfirlitsmyndin er svolítið yfirlýst þannig að allt lookar hvítt, væri flott ef þú gætir reddað mynd þar sem maður sér réttu litina
Posted: 21 Mar 2009, 23:48
by Squinchy
drepa: Haha já skil þig vel, er sjálfur spenntur haha
, er með 2 yellow tail dampsel og 2 Clown fish
Já Coralline hefur tekið góðan vaxtar kipp
Fyndið að sjá hvað vöxturinn stoppar 5cm frá yfirborðinu
Já hef ekki náð takinu á því að taka góða heildarmynd
Posted: 21 Mar 2009, 23:51
by Jakob
...
Posted: 21 Mar 2009, 23:55
by drepa
ég er allavega spenntur fyrir þessum
Green Chromis
rooosalega flottir samann í torfum
ég gæti kanski max verið með 3
Posted: 24 Mar 2009, 17:11
by Squinchy
Settu Koralia dæluna í klór í gær
er alveg orðin sköllótt mér til mikillar ánægju, færði hana í leiðinni á bakvegginn, í þeirri von um að Anemone fari að róast og finni sér stað annan en bakvið grjóthleðsluna
Er þessa dagana að íhuga það að láta iðntölvu í skápinn
og láta hana stjórna lýsingunni, kælivitunum og sjálfvirka áfyllingarkerfinu
Langar einnig að skipta flotrofunum út fyrir nándar skynjara sem skynjar málm, fá mér litla málm kúlu sem flýtur og koma henni fyrir í plast röri
hún sér þá um að segja tölvunni hvort þurfi að fylla á eða ekki
Tölvan er að gerð 620-DC-TC og framleidd af Moeller
Hérna er ég aðeins búinn að vera fikta við þetta og búinn að forrita hana eins og ég myndi vilja hafa hana
Ljós 1 fyrir áfyllingar kerfið
Ljós 2 fyrir Actinic
Ljós 3 fyrir MH
Ljós 4 fyrir Næturlýsinguna (Slökkt á henni á daginn, þess vegna er ljósið ekki kveikt)
Ljós 5 fyrir kælivifturnar
Og þá á ég 3 útganga eftir sem ég get notað í hvað sem er
þessi tölva mun minnka innstungu þörfina heilan helling og auðvelda samstillingu tækjanna
Hvernig lýst ykkur á þessa hugmynd ?
Tók mynd í nótt af næturlýsingunni
Mjög skemmtilegt að skoða búrið á þessum tíma (Eftir kl.00:00), þá koma öll litlu kvikindin út að skoða sig um
Posted: 24 Mar 2009, 17:24
by ibbman
Flott hjá þér, vá hvað þú hefur verið í rafvirkjanum... Var einmitt að læra á þessar tölvur sem þú ert með þegar ég var í skólanum
Posted: 24 Mar 2009, 17:25
by Squinchy
Takk
Jebb er á 5 önn
Posted: 24 Mar 2009, 17:30
by keli
Ég er að gera svipaða hluti, nema ég er bara að nota combo af atmega168 microcontroller, flotrofum, viðnámum, transistorum, ljósdíóðum og þéttum
Total cost uþb $10-15. Forrita draslið svo í C.
Hvar færðu svona iðntölvu annars? Hvað kostar hún og hvernig forritarðu hana?
Posted: 24 Mar 2009, 17:53
by ulli
keli wrote:Ég er að gera svipaða hluti, nema ég er bara að nota combo af atmega168 microcontroller, flotrofum, viðnámum, transistorum, ljósdíóðum og þéttum
Total cost uþb $10-15. Forrita draslið svo í C.
Hvar færðu svona iðntölvu annars? Hvað kostar hún og hvernig forritarðu hana?
þótt við séum komnir með svona finan salt þráð getum við kanski haldið okkur í islenskuni?
Edit.
annars er ég kominn með svona pox atb tölvu með sjálvirkum rafseglum ho2
og kjarnkljúfri.foritað með python foritun.
Posted: 24 Mar 2009, 19:12
by Squinchy
Tölvuna fann ég þegar dýralíf flutti í húsnæðið á stórhöfða 15 ásamt helling að öðru skemmtilegum töflu einingum en tengibrettið fékk ég lánað úr skólanum
Held að reykjafell séu með þessar tölvur, það er hægt að forrita hana með takkaborðinu sem er á henni eða með því að tengja hana við tölvu með sérstakri snúru og forriti, frekar notendavænn
Posted: 04 Apr 2009, 18:17
by Squinchy
Ný straum dæla er komin í búrið
, dælan er af gerðinni Seio 530 (2000L/h), ætlaði fyrst að setja Seio 1000 (3800L/h) í búrið en það hefði verið allt of mikið þar sem 530 er alveg hellings nóg
Svo er kominn nýr kórall í búrið
, Hammerhead! sem er búinn að vera draumur síðan ég fór að hafa áhuga á saltvatns búrum
Anemone er kominn í miðja grjót hleðsluna sem er alveg frábært fyrir mig
, er þó reyndar ofan á RPE Zoa kóral en það væri svo sem alveg ásættanleg fórn ef anemone myndi halda sig þarna, ég reyni kannski að færa RPE er anemone færir sig örlítið aftar inn í hellirinn
Nokkrar myndir:
(Mynd af Seio1000)
Mynd af Seio 530
Hammerhead
Anemone
Einnig eru trúðarnir farnir að hýsa Anemone