Page 1 of 3

Monsterþráður Andra - uppfært 13.feb

Posted: 28 Jun 2007, 22:55
by Andri Pogo
Hérna ætla ég að koma með upplýsingar og myndir af mínum "monster" fiskum í tímaröð eftir því hvernær ég eignaðist þá.
Nota þráðinn sem dagbók/minnisbók og bæti við myndum eftir því sem tímanum líður og krílin stækka.

Athugið að upplýsingarnar eru aðeins samantekt af reynslu og því sem ég hef lesið mér til um og eru ætlaðar til fróðleiks og skemmtunar :P

_____


Fyrstur er:

Polypterus Senegalus sem ég eignaðist þann 1.maí 2007

Uppruni: Austur-, Vestur- og Mið-Afríka
Stærð: Allt að 40cm en oftast ekki meira en 30cm í búrum

Senegalus er með forneskjulegt útlit, enda hefur tegundin verið til í milljónir ára nánast óbreytt. Er með sérstaka eyrugga sem hann notar til að ýta sér áfram og lyftir sér upp á þeim þegar hann lítur í kringum sig. Eru einnig með nokkruskonar lungu og skýst hann upp á yfirborðið til að sækja sér loft öðru hvoru. Getur lifað á þurru landi í allt að fjóra klukkutíma.
Er árásagjarn á aðra sömu tegundar, en geta verið fleiri en einn ef allir hafa sinn eigin felustað. Þekktir fyrir að sleppa úr búrum og því skal búrið vera vel lokað.
Er frekar felugjarn á daginn og er meira á ferðinni eftir að ljós hafa verið slökkt.
Senegalus er þó aktívasta tegund Polypterusa og er mikið meira á ferðinni en aðrar tegundir.
Senegalus sér illa og þefar uppi matinn. Það getur tekið hann smá tíma og er gaman að fylgjast með því. Borðar alla litla fiska sem hann kemur upp í sig en er annars friðsamur.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

1.maí '07:
Image

2.maí '07:
Image

31.maí '07:
Image

31.maí '07:
Image

23:júlí '07:
Image

1.ágúst '07, 2 minni Senegalus bætt við, kk&kvk:
Image

1.nóvember '07, nýja kvk:
Image

1.nóvember '07, nýi kk:
Image

21.janúar '08, eldri kk 25cm:
Image

27.maí '08, sá elsti drapst úr bakteríusýkingu:
Image

-hinir tveir drápust líka skömmu seinna.

2.desember '08, 15cm Senegalus kk bætt við.

29.desember '08, 15cm Senegalus kvk bætt við:
Image

29.september '08, kk:
Image

30.september '08, 22cm Senegalus kk bætt við:
Image

Posted: 28 Jun 2007, 23:08
by Vargur
Flott hjá þér.
Þessi senegalus er sennilega öruggur sigurvegari í keppninni feitasti Polypterusinn. :? :)

Posted: 28 Jun 2007, 23:18
by Andri Pogo
Black Ghost Knifefish / Apteronotus albifrons sem ég eignaðist þann 4.maí 2007

Uppruni: Suður-Ameríka
Stærð: Allt að 50cm en oftast ekki meira en 30cm í búrum

Black Ghost er nánast alveg eða blindur og notar rafsvið til að “sjá”. Gott er að hafa felustaði fyrir hann því hann er viðkvæmur fyrir sterku ljósi og sést ekki mikið yfir daginn. Þar sem hann er blindur er þó hægt að hafa felustaðinn gegnsæjann.
Ekki er mælt með fleiri en einum Black Ghost saman í búri en það getur gengið að hafa 3 eða fleiri.
Sundstíll Black Ghost er mjög sérstakur en hann getur synt í allar áttir, á alla vegu.
Black Ghost er friðsæll en étur litla fiska.

6.maí '07:
Image

6.júní '07:
Image

29.október '07, vex hægt en hefur stækkað um helming á tæpu hálfu ári, ~ úr 7 í 14cm:
Image

21.júlí '08, mældur 22cm:
Image

Image

18.desember '08:
Image

16.apríl '09, nærmyndir:
Image

Image

20.apríl '09:
Image

22.maí '09, drapst:
Image

Posted: 28 Jun 2007, 23:42
by Andri Pogo
Clown Knifefish / Chitala chitala sem ég eignaðist þann 7.maí 2007

Uppruni: Suð-Austur Asía
Stærð: Allt að 100cm en oftast ekki meira en 60cm í búrum

Getur verið mjög grimmur. Þarf stórt búr með opnu sundrými og kýs líka góðan felustað með útsýni yfir búrið.
Clown Knifefish er með svarta punkta á skrokkinum sem eru mismunandi eftir fiskum. Með aldrinum myndast hvítir hringir utan um punktana.
Fjöldi, lögun og stærð punktana er misjöfn eftir fiskum og eru engir tveir Clown Knife eins.
Mjög gráðugir og éta allt sem kemst upp í munninn á þeim, sem er mjög stór. Ættu því aðeins að vera með fiskum sem eru augljóslega of stórir til að gleypa.
Ekki er mælt með fleiri en einum Clown Knifefish í búri nema þeir séu a.m.k. þrír saman og komu allir í búrið á sama tíma.

ATH, mun nánari upplýsingar um Clown knife er að finna hér:
Monsterhornið - Clown knife og aðrir af Chitala ætt

8.maí '07:
Image

8.maí '07:
Image

6.júní '07:
Image

2.júlí '07. hvítu hringirnir að koma betur fram:
Image

7.júlí '07, 2 Clown Knife bættust við þann 4.júlí:
Image

1.ágúst '07:
Image

1.október '07, annar af þeim nýrri:
Image

11.desember '07, sá fyrsti og minnsti, hefur stækkað úr ~7cm í ~20cm á 7mánuðum:
Image

17.desember '07, sá stærsti, er nú 25cm langur:
Image

17.desember '07, hin hliðin:
Image

21.janúar, '08, sá fyrsti. 23cm:
Image

27.janúar '08:
Image

17.febrúar '08:
Image

23.maí '08:
Image

13.júní '08, einn af þeim minni:
Image

22.júní '08, seldi báða minni.

6.október '08, um 35cm:
Image

10.desember '08:
Image

Posted: 28 Jun 2007, 23:45
by Piranhinn
líst vel á þennan þráð hjá þér! fer vel af stað. :góður:

Posted: 28 Jun 2007, 23:55
by Andri Pogo
Walking Catfish / Clarias batrachus sem ég eignaðist þann 16.maí 2007

Uppruni: Suð-Austur Asía
Stærð: Allt að 65cm en oftast ekki meira en 45cm í búrum

Walking Catfish er með nokkurskonar lungu og hefur þann sérstaka eiginleika að geta ferðast langar vegalengdir á þurru landi. Þannig ferðast hann á milli í náttúrunni og getur dreift sér ansi víða.
Hann getur orðið mikil plága og er nú t.d. bannaður í Bandaríkjunum.
Hann er mjög gráðugur og borðar allt sem hann kemst í.
Ef vatnsgæði búrsins eru ekki nógu góð fyrir hann þá reynir hann að stökkva upp úr og freistar þess að finna betri samastað. Því er nauðsynlegt að hafa þétt og gott lok á búrinu.

16.maí '07:
Image

22.maí '07:
Image

8.júní '07:
Image

28.júní '07, hefur þrefaldað lengd sína á 6 vikum:
Image

7.ágúst '07, kominn í 20cm og blettir að myndast á fullu:
Image

22.október '07: Seldur og mældist 27cm.

Posted: 28 Jun 2007, 23:56
by Gudjon
Vargur wrote:Þessi senegalus er sennilega öruggur sigurvegari í keppninni feitasti Polypterusinn. :? :)
öhömm...

Image

Posted: 29 Jun 2007, 00:00
by Ásta
Andri Pogo wrote:Walking Catfish / Clarias batrachus
Hann er mjög gráðugur og borðar allt sem hann kemst í.
Borðar hann líka fugla, egg, mýs o.þ.h. kvikindi sem hann rekst á, á þurru landi?

Posted: 29 Jun 2007, 00:12
by Vargur
Þeir geta étið á göngunni en það er sjaldnast eitthvað fjörugt, hræ eða pöddur eru víst vinsælust.

Posted: 29 Jun 2007, 00:16
by Vargur

Posted: 29 Jun 2007, 23:45
by Ásta
WC hefur stækkað gríðarlega mikið hjá þér.

Posted: 30 Jun 2007, 00:36
by Andri Pogo
já satt er það :-) upplýsingar um Lima skófluna og Nálafiskinn eru svo væntanleg

Posted: 04 Jul 2007, 01:05
by Andri Pogo
Lima Shovelnose (Sorubim Lima) sem ég eignaðist þann 1.júní 2007

Uppruni: Suður-Ameríka
Stærð: Verða yfirleitt ekki stærri en 50cm í búri, 30-40cm algengast.


Lima Shovelnose er rólegur fiskur sem eyðir deginum oftast hreyfingarlaus og kýs hann helst að koma sér fyrir á milli plantna eða ofan á einhverju það sem hann getur látið höfuðið vísa niður.
Er mun aktívari á næturna.
Liman hefur góða feluliti í náttúrunni. Efri hlutinn er dökkur eins og jarðvegurinn fyrir neðan en neðri hlutinn ljós eins og himininn. Svört lágrétt lína aðskilur eftir fiskinum endilöngum. Það er því erfitt að sjá hann í náttúrunni hvort sem horft er undir hann eða ofan á.
Liman er ekki grimmur gagnvart stærri fiskum en hann getur étið fiska sem eru allt að 2/3 af eigin stærð.
Er hópfiskur en það er í góðu lagi að hafa staka fiska.

1.júní '07, ~10cm:
Image

1.júní '07:
Image

6.júní '07:
Image

2.júlí '07, eftir að 19 fiskar hurfu úr búrinu á 2 vikum, hann hefur líklega étið flesta:
Image

1.október '07, búinn að stækka um helming, úr 10 í 20cm:
Image

29.október '07:
Image

30.júní '08, önnur Lima Shovelnose bættist við, um 25cm:
Image

3.október '08, fyrri Liman drapst úr bakteríusýkingu
15.nóvember '08, seinni Liman drapst, ástæða ekki vituð

Posted: 04 Jul 2007, 08:42
by keli
Enginn smá munur á fyrstu og seinustu myndinni..

Posted: 07 Jul 2007, 18:59
by Piranhinn
teir hafa tad greinilega gott i thinum burum :) vaxtarhormon eda? haha
gaman ad fylgjast med thessu, kærar kvedjur fra roskilde :p

Posted: 07 Jul 2007, 20:48
by Vargur
Menn slíta sig ekki einu sinni frá fiskaspjallinu á Roskilde, þetta kallar maður áhuga. :takkfyrir:

Posted: 08 Jul 2007, 01:54
by Andri Pogo
Needle Nose Gar (Xenentodon cancila) sem ég eignaðist þann 11.júní 2007

Uppruni: Suð-Austur Asía
Stærð: 30-40cm


Nálafiskurinn er líka kallaður Asian needlefish og Freshwater garfish.
Er hópfiskur og er best að hafa a.m.k. þrjá saman.
Kann best við sig á móti straumi, upp við yfirborð vatnsins. Getur synt mjög hratt þegar hann eltir uppi bráð sína.
Í nátturunni borðar hann nær eingöngu krabbadýr (stundum skordýr og aðra fiska) en eingöngu lifandi fiska í fiskabúrum (þó hefur verið hægt að venja þá á annan mat).
Þrátt fyrir svipað útlit og ‘gar’ nafnið er þessi tegund ekki náskyld ferskvatns ‘gar’ fiskunum frá N-Ameríku.
Þessi tegund nálafisks er nánast sá eini sem lifir eingöngu í ferskvatni og er ekki náskyldur neinni annari tegund, það má segja að hann sé einn í sinni fjölskyldu.
Það verður að fara varlega nálægt nálafiskinum þar sem hann getur bitið illa. Það má heldur ekki bregða honum því hann getur brunað á glerið og meitt sig í kjaftinum.

3.júlí '07:
Image

5.júlí '07:
Image

5.júlí '07:
Image

16.okt '07: Dauður og mældist 20cm.
Mynd tekin 4.janúar 2008, hluti kjatsins hafði brotnað af í frystinum:
Image

7.febrúar '08: Nýr nálafiskur keyptur, um 20cm

9.febrúar '08:
Image

9.febrúar '08:
Image

-drapst

Posted: 08 Jul 2007, 02:03
by Andri Pogo
Silver Arowana (Osteoglossum bicirrhosum) sem ég eignaðist þann 30.júní 2007

Uppruni: Suður Ameríka
Stærð: 70-90cm, en geta farið yfir 100cm


Silver Arowanan er algengasta og ódýrasta Arowanan en jafnframt sú stærsta.
Í náttúrunni getur Arowanan stokkið allt að 2 metra upp úr vatninu til að næla sér í fugl, leðurblöku eða önnur kvikindi sem sitja á trjágreinum. Hún á það líka til að stökkva í búrum og er því gott og þungt lok nauðsynlegt.
Arowanan getur étið alla fiska sem komast uppí hana en það er mjög breytilegt eftir fiskum hvort þeir éti búrfélaga sína eða ekki.
Silver Arowanan er eingöngu kjötæta og étur allt kjötmeti, hvort sem það er tilbúinn fiskamatur, rækjur, lifandi fiska, skordýr og jafnvel froska og “pinky” mýs.
Með réttu mataræði er hægt að ná fram fallegum bláum, rauðum eða bleikum lit í Silver Arowönunni.
Meðalaldur Silver Arowönu er 15-20 ár en ef vel er hugsað um hana getur hún orðið yfir 50 ára gömul.

3.júlí '07:
Image

7.júlí '07:
Image

13.júlí '07: Dauð

9.ágúst '07, keypti nýja sem er um 10cm:
Image

30.ágúst '07: Dauð
Image

25.nóvember '07, þriðja Arowanan keypt, þónokkuð stærri en hinar; 15-20cm:
Image

4.desember '07:
Image

20.mars '08:
Image

17.maí '08:
Image

18.maí '08: Dauð, ástæða ekki vituð.
Image

Image

Posted: 09 Jul 2007, 07:52
by Piranhinn
ja, eg var ekkert litid hissa thegar eg fattadi ad tad vaeri internet
cafe (for free) nanast vid hlidina a tjaldinu minu :) haha
Erum bunir ad yfirgefa ledjusvadid a keldunni nuna og erum ad bida eftir
ad mega tjekka okkur inn a hotelid i Kobenhavn. Kem
svo med myndir af skrimslunum minum tegar eg er kominn
heim. An efa bunir ad stækka e-d hnifarnir minir :)

Posted: 22 Jul 2007, 13:29
by Andri Pogo
Paroon Shark (Pangasius sanitwongsei) sem ég eignaðist þann 20.júlí 2007

Uppruni: Asía
Stærð: Allt að 300cm en yfirleitt ekki yfir 100cm í búrum


Vegna ótrúlegrar stærðar sem Paroon Shark/Pangasius Long fin/Giant Pangasius nær er hann frekar sjaldséður í fiskabúrum (nema kannski á Íslandi) og vilja margir meina að hann eigi alls ekki heima í einkafiskabúrum enda hraðsyndir 'mid-water' fiskar.
Hann getur orðið allt að 300cm og 300kg í náttúrunni og mætti kannski gera ráð fyrir að 100cm fiskur í fiskabúri væri allt að 100kg!
300cm fiskar hafa hins vegar ekki sést síðan snemma á síðustu öld og er sá stærsti sem hefur verið mældur 250cm.
Í náttúrunni lifir hann á fiskum, kröbbum, rækjum og álíka. Hefur líka sést éta fugla- og hundshræ. Vinsæll matfiskur í Asíu.
Eins og með svo marga ferskvatnsfiska sem eru kallaðir hákarlar, er Paroon Shark alls ekki hákarl heldur kattfiskur.
Hann má þó eiga það að vera líklega líkastur hákarli af þeim öllum.
Ástæða þess að ég segi hann yfirleitt ekki fara yfir 100cm í búrum er sú að (samkvæmt heimildum) deyja þeir allir ótímabærum dauða vegna plássleysis.
Í nægilega stóru búri geta þeir hinsvegar lifað góðu lífi en það þyrfti að telja í tugþúsundum lítra.
Vitað er um eitt atvik þar sem maður lést eftir viðureign við þennan fisk, maðurinn reyndi að losa 2.5m fisk úr neti en bakuggi fisksins stakkst í manninn og lést hann af sárum sínum.

20.júlí '07:
Image

20.júlí '07, nýbúinn að missa hægra augað:
Image

28.júlí '07, gróið fyrir gatið:
Image

2.október '07, hefur tvöfaldað lengd sína á 10 vikum, úr 10cm í 20cm:
Image

4.desember '07:
Image

14.janúar '08:
Image

16.mars '08:
Image

12.september '08:
Image

Posted: 23 Jul 2007, 23:34
by ulli
hvað skéði fyrir augað?

Posted: 24 Jul 2007, 00:27
by Andri Pogo
Channa át það

Posted: 24 Jul 2007, 01:23
by ulli
hehe ;P

Posted: 22 Aug 2007, 15:19
by Andri Pogo
Marbled Bichir (Polypterus palmas palmas) sem ég eignaðist þann 16.ágúst 2007 (2stk)

Uppruni: Afríka; Congo, Liberia, Sierra Leone, Guinea
Stærð: Allt að 30cm


Palmas palmas er náskyldur Polypterus Senegalus sem ég lýsi hér ofar í þræðinum og eiga þær upplýsingar einnig við um hann.
Palmas palmas er með minnstu tegundum Polypterus og verður aðeins um 30cm. Hann er rólegur og er síður líklegur til að ráðast á aðra fiska en aðrar Polypterus tegundir.
Mikið rugl hefur verið í gangi síðustu ár með flokkun á Palmas, en til eru 3 undirtegundir: Palmas palmas, Palmas polli og Palmas buettikoferi. Algengt er að verslanir og ræktendur selji þá á vitlausu nafni.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

16.ágúst '07, er sá stærri á myndinni. Er með 2 í sömu stærð, nánast fullvaxna:
Image

26.september '07:
Image

28.febrúar '08, loksins nýjar myndir, það telst til tíðinda þegar þessir fara á stjá meðan kveikt er:
Image

28.febrúar '08:
Image

30.júlí '08, mældust 23 og 26cm, þetta er sá stærri:
Image

14.febrúar '09, þetta er sá minni, ekki mikið stærri en síðast:
Image

16.apríl '09, nærmynd af öðrum þeirra:
Image

Posted: 22 Aug 2007, 15:27
by Andri Pogo
Ornate Bichir (Polypterus ornatipinnis) sem ég eignaðist þann 17.ágúst 2007

Uppruni: Afríka; Congo, Lake Tanganyika
Stærð: Allt að 60cm en oftast ekki meira en 50cm í búrum


Ornatipinnis er náskyldur Polypterus Senegalus sem ég lýsi hér ofar í þræðinum og eiga þær upplýsingar einnig við um hann.
Ornatipinnis verður hins vegar nokkuð stærri og getur því étið stærri fiska en Senegalusinn.
Hann er af mörgum talinn fallegasti Polypterusinn en er hins vegar einn sá feimnasti og lætur helst á sér bera þegar ljósin eru slökkt.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

18.ágúst '07:
Image

25.nóvember '07, búinn að stækka aðeins:
Image

4.desember '07, þarna sjást ytri tálknin (einsog horn úr haunsum), sem fara líklega að detta af:
Image

21.janúar '08, 16cm:
Image

26.febrúar '08, 20cm
Image

29.mars '08, annar Ornatipinnis bættist við, 26cm:
Image

7.júní '08, sá fyrri:
Image

27.nóvember '08, 2 nýir bættust við:
Image

27.nóvember '08, annar þeirra mældist 26cm:
Image

27.nóvember '08, hinn mældist 24cm:
Image

27.nóvember '08, tók þá sem ég átti fyrir upp og mældi, sá stærsti; 29cm:
Image

27.nóvember '08, sá minnsti; 23cm:
Image

16.apríl '09, nærmynd af einum þeirra:
Image

7.júlí '09, Ornatipinnis númer 5 bættist við, mældist 25cm:
Image

Posted: 22 Aug 2007, 17:09
by Birkir
djöfull er kallinn tjúllaður

Posted: 22 Aug 2007, 17:21
by Ásta
Er vitað til þess að Polypterus fjölgi sér í fiskabúrum?

Posted: 22 Aug 2007, 17:55
by Andri Pogo
Ásta wrote:Er vitað til þess að Polypterus fjölgi sér í fiskabúrum?
Það er frekar ólíklegt en alveg hægt svosem. Hef samt séð dæmi um það í heimahúsi þar sem par var búið að vera saman í búri í yfir 20 ár, sá eldri var 29 ára og þau hrygndu reglulega.
Annars er bara nýlega farið að rækta þá og þá eru notuð hormón til að koma þessu í gang.
Það eru bara nokkrar tegundir sem eru ræktaðar: delhezi, palmas polli, ornatipinnis, endlicheri og senegalus. Restin eru veiddir villtir.

Svo má til gamans geta að polypterusar verða flestir kynþroska seint, Senegalus verður t.d. kynþroska um 1. árs aldurinn en flestir aðrir um 6 ára aldur.

Posted: 22 Aug 2007, 22:12
by Andri Pogo
Ropefish (Erpetoichthys calabaricus) sem ég eignaðist þann 16.ágúst 2007(2stk)

Uppruni: Afríka
Stærð: Allt að 90cm en oftast ekki meira en 50cm í búrum


Ropefish er í sömu ætt og Polypterus fiskarnir og er frekar sambærilegur þeim hvað varðar umönnun.
Hann er kjötæta og étur allt sem kemst upp í hann.
Ropefish eru næturfiskar en eru samt nokkuð aktívir á daginn og kunna best við sig nokkrir saman.
Það er nauðsynlegt fyrir þá að hafa góða felustaði því annars reyna þeir að troða sér upp úr búrinu eða inn í dælur. Þeir eru flóttasnillingar og þarf því að loka búrinu vel.
Það er hægt að kyngreina þá með því að telja fjölda ugga aftan á þeim. Karlinn er með 12-15 en konan 9-12.
Einnig er hægt að sjá kynjamuninn á raufarugganum þegar fiskurinn er orðinn kynþroska.
Ekki að það skipti miklu máli þar sem þeir fjölga sér ekki í fiskabúrum.

ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus

29.október '07:
Image

7.ágúst '08, Allir þrír seldir.

12.desember '08, 5 nýir Ropefish komu í hús, 24-27cm:
Image

5.febrúar '09, 2 af 3 sem ég seldi 7.ágúst '08 keyptir aftur, sá þriðji drapst hjá fyrri eiganda.

16.apríl '09, nærmynd af einum þeirra:
Image

15.ágúst '09, einn nýr Ropefish í hús, ca 30cm.

Posted: 28 Aug 2007, 18:53
by Gudjon
Nú væri gott að fá smá update á Lima Shovelnose
ég var að hugsa um að fá mér einsog 3-4 stykki
Hvernig er þín reynsla á þeim? ný mynd?