Page 1 of 1
800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 02 Feb 2011, 23:06
by unnisiggi
Jæja þá er það loksins komið drauma búrið 1100L
Búrið er 800L með 300L sump
Búnaður
300L sumpur með svömpum og biomedia, ocean runner 3500 return dælu sem dælir 3500 L klukkustund
ljósabúnaður eru 4x150cm 58w t8 perur
2x150w fluval hitara
Íbúar eru
Arowana silvur 53cm
Pangasius sanitwongsei 35cm
Áll Anguilla anguilla 40cm
Walking catfish 35cm
Oskar 28cm
Synspilus par kk 26cm kvk 18cm
Polypterus senegal 12cm
Gibbi 12cm
Pleggi 20cm
Fallax humar sem býr í sumpinum
hér eru nokkrar myndir ég er ekki besti ljósmyndarinn sorry
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 00:25
by Agnes Helga
Hvort er það 800 L eins og þú segir í þræðinum eða 1100 L eins og í fyrirsögninni..?
Hlakka annars til að sjá myndir
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 07:17
by Ási
Það er 800l og 300l sumpur
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 07:59
by Agnes Helga
Já okey, telur maður sumpinn með í lítrafjölda búrsins? Er það ekki eins og hreinsidæla..? Fiskarnir eru nú sennilega ekki þar.
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 15:39
by Ási
ég myndi ekki telja það sem lítra tölu
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 17:10
by ellixx
ég er nú reyndar með nokkrar ancistrur í sumpnum hjá mér
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 17:19
by Ási
Ertu ekki bara með þær tilað hreinsa sumpin og éta matar leifar og þannig?
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 21:44
by ellixx
það eru engu að síður fiskar í sumpnum hjá mér burt séð frá tilgangi þeirra þarna
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 21:53
by Ási
ok
Re: 1100L monster bur runars
Posted: 03 Feb 2011, 22:30
by Vargur
Mér þykir hálfhæpið að telja sumpinn með í lítratölu búrsins....nánast eins og að telja vatnskipti með.
Auðvitað eykur sumpurinn heildarvatnsmagnið í kerfinu en búrið er samt bara 800 lítra.
Ég bíð spenntur eftir myndum.
Re: 800L (1100L) monster bur runars
Posted: 10 Feb 2011, 16:57
by Arnarl
Maður kemur samt flr fiskum í 800 lítra búr með 300 lítra sumpi heldur enb bara 800 lítra búr með tunnudælu, ég tel allavena alltaf sumpinn með og hann segir þarna 800 lítra(1100) en nóg um það.
Farðu að setja myndir þú talar alltaf um þetta búr þegar þú kemur í búðina að versla og ég er orðinn spenntur ;D
Re: 800L (1100L) monster bur runars
Posted: 13 Feb 2011, 16:52
by Ási
jæja hvar eru myndirnar
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 18 Feb 2011, 22:34
by unnisiggi
jæja þá eru myndirnar komnar
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 19 Feb 2011, 13:07
by ulli
HAHA Flott búr
Gaman að sjá gamla búrið mitt aftur.
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 19 Feb 2011, 19:53
by unnisiggi
já mér skilst að þetta búr er búið að flakka mikið á milli smíðaði tjörvi það ekki
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 19 Feb 2011, 20:06
by Ási
Ertu með eitthvað þörungavandamál (þetta græna á botninum?)
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 19 Feb 2011, 20:15
by unnisiggi
æ já er í smá stríði er ekki búinn að vera nógu og duglegur í að ryksuga sandinn svoldið mikið að gera í vinnuni síðan er þetta killer þörungur sem er svona 2 sólahringa að þekkja allan botninn ætla að fá mér uv ljós fljótlega
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 19 Feb 2011, 21:52
by ulli
Tjörvi smiðaði það og ég keypti það af fyrsta eigandanum og seldi það svo 2-3 árum seinna til Auðuns.
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 20 Feb 2011, 11:14
by unnisiggi
oki þa er maður komin með ferilskrána hehe
Re: 800L (1100L) monster bur runars (myndir komnar)
Posted: 15 Apr 2011, 19:23
by Ási
Þarf ekkki að koma með fleyri myndir og hvað fiskarnir eru orðnir stórir?