Page 1 of 3
Litla monster búrið
Posted: 27 Jan 2008, 10:54
by Jakob
Í gær skrapp ég í fiskó að skoða fiska og svona ég var ekki búinn að skipuleggja neitt heldur bara kaupa efað mig langaði í eitthvað.
Ég rakst á marga fiska sem að mig langaði í t.d. Red Tail Catfish, Ropefish, polypterus senegalus, South African Gar og eitthvað fleira.
Valið var erfitt því að ég gat ekki tekið RTC út af verði
En 10 cm polypterus senegalus var fyrir valinu.
Þegar ég kom heim skellti ég honum í rúmlega 30l búr.
Ég tók eftir því strax að hann var einmana sona einn í búri svo að ég skellti litlum WC í búrið (7 cm) og þeir urðu strax bestu vinir
Þessi þráður á að vera til einkaður þessu búri og fiskunum í því

Posted: 27 Jan 2008, 11:12
by keli
Þetta búr dugir í svona 2 daga í viðbót fyrir þessa fiska, svo verðurðu að fá þér amk 100 lítra, og svo fljótlega eftir það 200 lítra

Posted: 27 Jan 2008, 11:51
by Jakob
Ég veit að það er mjög lítið en þeir fara í 400l í mars
kannski eitthvað fyrr í 128 l.
Posted: 27 Jan 2008, 22:00
by Jakob
Í búrið bættist við sverðdragakelling út af plássleisi í hinum búrunum

Posted: 27 Jan 2008, 22:05
by Andri Pogo
Posted: 27 Jan 2008, 22:20
by Jakob
það koma myndir bráðum

Posted: 29 Jan 2008, 19:04
by Jakob
hann er nú 13 cm og étur 1 stykki rækju með walking cat á dag.
orðinn býsna búttaður

Posted: 29 Jan 2008, 19:09
by Andri Pogo
3cm á 2 dögum, það hlítur að vera met

Posted: 29 Jan 2008, 19:11
by Vargur
Lol

Posted: 29 Jan 2008, 19:13
by Jakob
já ég er sammála það er svakalegt
Ég hef einnig leift þeim að gæða sér á nokkrum gúbbíseiðum
Þeir eru svakalega ofdekraðir hjá mér
En er hægt að venja þá á handmötun

Posted: 29 Jan 2008, 19:15
by Piranhinn
Það er flest allt hægt með góðri þolinmæði. Þar á meðal að mæla fiskana rétt og handmötun

Posted: 29 Jan 2008, 19:18
by Jakob
Hehe það gæti verð rétt hjá þér en hann hefur samt stækkað vel ( allavega 1 cm) Hann spriklar svo rosalega
Ég á eftir að reyna að handmata bráðum (þegar hann er orðinn vanur mér)
Posted: 29 Jan 2008, 19:18
by Karen
ertu ekki að grínast 3cm á 2 dögum! Vá!
Til hamingju með þessa gripi

Posted: 29 Jan 2008, 19:20
by Piranhinn
já, bara reka höndina reglulega ofan í búrið, þ.á.m. á matmálstíma eða bara til að láta fiskana sjá höndina ofan í búrinu reglulega. Samt helst ekki gera það með neinu
skvampi

Posted: 30 Jan 2008, 15:55
by Jakob
hér kemur mynd af gaurnum...

Posted: 03 Feb 2008, 18:46
by Jakob
Hann stækkar hratt og er vel feitur.
WC var tekinn úr búrinu því að hann var eitthvað að bögga senegalus
Ég gef eina rækju á dag er það kannski of mikið

Næsta laugardag bætist líklega við 1 stk Ropefish.
Posted: 03 Feb 2008, 19:05
by Andri Pogo
ein rækja á dag er bara fínt.
Posted: 03 Feb 2008, 19:06
by Jakob
Þá helst hann líka vel feitur.
Posted: 05 Feb 2008, 21:26
by Jakob
Nokkur gúbbí og sverðdragaseiði bættust í búrið...
Þið vitið hvernig það fer

Posted: 07 Feb 2008, 22:08
by Jakob
Jæja þríeikið (Poly Senegalus, WC og Frontan) voru færð í stærra búr svo að "Litla Monsterbúrið" er nú orðið 128l
Í búrinu eru nú:
WC 10 cm
WC 20 cm
Poly Senegalus 15 cm
Frontosa 7 cm
BLue Acara par bæði 8 cm.
Posted: 10 Feb 2008, 01:40
by Jakob
Jæja allir nema Poly og Frontosa hafa verið færð í annað búr.
Eftir að Polypterusinn kom í 128l hefur hann orðið aktívari, stundum finnst mér hann of aktívur
Hann syndir fram og til baka meðfram glerinu, er eðlilegt að hann sé sona mjög aktívur eða er eitthvað að?
Hann er ekkert alltaf sona en samt frekar oft

Posted: 10 Feb 2008, 08:28
by Andri Pogo
eðlilegt
Posted: 10 Feb 2008, 19:00
by Jakob
Ok ég las mér aðeins til um hann og komst að því að hann var bara að leika sér að synda á móti strau dælunnar
5 Ropefish (frá Gilmore) og 2 wc bættust í búrið og mikið fjör.
Poly sperrti sig upp og sýndi sig eins og hann gat (hann heldur að hann eigi búrið) og sýnd kambinn á bakinu. Hann var rosa flottur en roparnir eru meira en tvöfallt lenri .
Posted: 11 Feb 2008, 21:58
by Steini
Vá! það er svolítið mikið af fiskum!
hefuru 300 + lítra á planinu

Posted: 11 Feb 2008, 23:28
by Jakob
Núna eru í búrinu:
2x Walking Catfish 20 cm og 10 cm
5x Ropefish 20-30 cm
1x Polypterus senegalus 15 cm
1x Frontosa 8 cm
og já ég á von á 400l juwel í mars

og skipti fiskunum niður í 128l og 400l
Einnig sem fer í 400l
RTC
Og 2 Óskarar
Auðvitað verður þetta ekki svona til frambúðar og fiskunum mun fækka eftir að RTC stækkar

Posted: 12 Feb 2008, 07:33
by Gaby
Myyyndir takk

Posted: 12 Feb 2008, 17:35
by Steini
Posted: 12 Feb 2008, 21:48
by Jakob
Ég fékk Ropefish á svo fínu verði hjá Gilmore hér á spjallinu að ég tók fimm (takk Gilmore).
Ja það er nú bara þannig að ég fæ myndavél í mars
Snúran í myndavélina hennar mömmu er tínd og hún er með svo léleg gæði að það tekur því ekki að kaupa snúru

Posted: 22 Feb 2008, 22:38
by pjotre
Posted: 22 Feb 2008, 23:25
by Jakob
Myndavélin datt ofan í fiskabúrið í gær

en sem betur fer kom ekkert fyrir fiskana

Þeir eru bara í svaka
stuði
Ég var að skipta um vatn, fiskarnir voru alveg rosa spenntir og biðu eftir mat en fengu bara einhverja slöngu

WC beit í slönguna og ég dreif mig að ná í myndavélina og "splass"